Í miðbæ Helsinki eru mörg glæsileg 19. aldar hús reist eftir að Alexander I Rússlandskeisari hafði eignast Finnland og gert Helsinki að höfuðborg. Hann fékk þýska arkitekta til að byggja borg í klassískum stíl, þar sem áður var þorpið Helsing fors. Minnir talsvert á tilurð og útlit Torino á Ítalíu.