Heiti
Í JavaScript er gerður greinarmunur á hástöfum og lágstöfum, öfugt við það sem gert er í HTML. Þannig eru onclick og onClick sama orðið í HTML, en tvö ólík orð í JavaScript.
Heiti á , og öðru sem maður gefur nafn í forriti lúta algengum reglum: Þau eiga að byrja á enskum bókstaf, $ eða _ og halda síðan áfram með sömu táknum eða tölustöfum. Önnur tákn (t.d. sér-íslenskir stafir) eru ekki leyfð. Lögleg dæmi:
MikkiMus, sys12, _pop, $breyta
Setningar
Forrit samanstanda af . Vaninn er sá að setningum lýkur með semikommu og þannig er skýrast að rita kóða. Til að skilja milli tákna eru notaðar eyður og gildir einu hvort eyðan er stafbil, tab eða enter. Margar eyður í röð eru sameinaðar í . Þannig eru þessar setningar jafngildar:
vaskur = 24.5;
og
vaskur
= 24.5;
Í JavaScript er hinsvegar leyft að semikommum sé sleppt og reynir þá túlkurinn að ráða í merkinguna, með misjöfnum afleiðingum. Þannig mundi
return
true;
vera túlkað sem
return;
true;
þótt það hafi ekki endilega verið meiningin. Best er að forritarinn setji allar semikommur sjálfur, þá fer ekki á milli mála hvar þær eiga að vera.
Setningar sem hefjast á // eða eru rammaðar inn af /* og */ eru athugasemdir og hafa ekki áhrif á virkni forrits. Táknið // má nota í miðri línu og er þá afgangur línunnar athugasemd.