Lykkjur
Framvinda einfaldra forrita er einkum með þrennum hætti:
- Línu fyrir línu
- Með endurtekningum
- Með skilyrðum
Kóði fyrir endurtekningar nefnist . Þær eru af tveimur aðalgerðum: for-lykkjur sem eru notaðar til að framkvæma fyrirfram ákveðinn fjölda endurtekninga og while-lykkjur sem yfirleitt eru notaðar þegar fjöldi endurtekninganna ræðst í keyrslu. Þessar lykkjur koma síðan báðar í tveimur útgáfum.
Venjuleg for-lykkja til að leggja saman tíu stök í fylki lítur svona út:
summa = 0;
for (i=0; i<10; i++){summa = summa + fylki[i];}
Fyrsta stakið í fylkinu er í sæti 0 en það síðasta í sæti 9. Í sviganum eftir frátekna orðinu for eru talin upp þrjú atriði: Hvar teljarinn á að byrja, hvenær hann á að hætta og hvernig hann á að hækka. Stökin í sætunum númeruðum með oddatölum hefðum við lagt svona saman:
summa = 0;
for (i=1; i<10; i = i+2;){summa = summa + fylki[i];}
Önnur tegund af for-lykkju er gerð til þess að hlaupa í gegnum í sem ekki er endilega gott að númera. Dæmi:
for (prop in Obj){
document.write("Name:" + prop + "Value:" + Obj[prop])};
Í while-lykkju er eingöngu sett skilyrði um hvenær keyrslu lýkur:
i = 0;
while (i<10){summa = summa + fylki[i++];}
Þetta er að vísu vont dæmi því þarna er fjöldi endurtekninga fyrirfram ákveðinn, en skítt með það! Skilyrðið er líka hægt að hafa á eftir blokkinni, en það getur haft áhrif á framkvæmdina
i = 100;
do{summa = summa + fylki[i++];}
while (i<10);
Þarna er lykkjan framkvæmd einu sinni áður en gætt er að skilyrðinu, sem er ósatt í upphafi. Þessi atriði eru öllum kunnugleg sem hafa fengist við forritun.