Það er athyglisvert að föll í JavaScript eru í reynd gagnatög, þannig að þau má setja í fylki, senda þau sem færibreytur, o.sv.frv. Dæmi um þetta er þegar maður skrifar eigin röðunarfall og kallar svo á það með fylkis-aðgerðinni sort(), samanber þennan kóða:
Á eftir svigunum opnast slaufusvigi og þar með hefst kóði fallsins. Fallinu lýkur svo með því að þessi slaufusvigi lokast. (Í Pascal eru orðin begin og end notuð í stað slaufusviga). Það sem slaufusvigarnir ramma inn nefnist blokk í forritinu. Svona blokkir eru hvarvetna notaðar þar sem taka þarf fleiri en eina setningu saman í eina heild, til dæmis í if-setningum eða for-lykkjum, sem nánar er fjallað um hér á eftir.