Samskipti með POST aðferð

Sjálfgefin aðferð til að senda upplýsingar úr formi til vefþjóns er GET, en með þeirri aðferð er einungis hægt að senda 255 stafa textastreng. Til þess að senda meiri upplýsingar er notuð POST aðferð. Notandinn sér engan mun á útliti vefsíðunnar, en HTML-kóðinn fyrir formið lítur t.d. svona út:
<FORM ACTION="" METHOD="POST">
Leitarstrengur : <input name="leit" type="text">
</FORM>

Þegar upplýsingar eru sendar með GET aðferð les vefþjónninn þær úr umhverfisbreytunni QUERY_STRING. Þegar hins vegar POST aðferð er notuð eru upplýsingarnar lesnar úr STDIN og umhverfisbreytan CONTENT_LENGTH segir þjóninum hvað skilaboðin eru mörg bæti. Framhaldið er síðan eins fyrir báðar aðferðir: forritið af-urlar upplýsingarnar og brytjar þær niður í pör af nöfnum og gildum innsláttarsvæðanna.

Umhverfisbreytan REQUEST_METHOD inniheldur nafn þeirrar aðferðar sem notuð er til að senda upplýsingar til vefþjóns. Þetta má nota til þess að skrifa forrit sem höndlar báðar aðferðirnar. Hér fyrir neðan eru tvö form sem nota sitthvora aðferðina við að senda upplýsingar til vefþjónsins, en hann hann notar eitt og sama Perl forritið til að taka við þeim:

GET 1:
GET 2:

POST 1:
POST 2: