Árni landfógeti lést haustið 1907 og á myndinni er ekki dóttir hans Sigríður, sem féll frá snemma árs 1905, en hins vegar eiginmaður hennar Páll Einarsson og börn þeirra tvö. Í minningargrein um Ólaf Hannesson Johnsen, bróður Soffíu Kristjönu, segir: "Eftir að hann hafði mist konu sína 1905, kom hann frá 1906 árlega hingað upp til Reykjavíkur ..." (Ísafold, 24.1.1917). Í Þjóðólfi (29.06.1906) er þess getið að Sigrid og Albert Andersen hafi komið hingað samferða Ólafi og verður að teljast líklegt að myndin sé tekin það sumar.
Fullorðnir á myndinni, talið frá vinstri:
1. Sigrid Andersen (dóttir Ólafs Johnsen [nr.6])
2. Albert Andersen (eiginmaður Sigrid)
3. Árni Thorsteinson landfógeti
4. Hannes Thorsteinson (sonur landfógeta)
5. Soffía Kristjana Thorsteinson (eiginkona landfógeta)
6. Ólafur Hannesson Johnsen (bróðir Soffíu Thorsteinson)
7. Páll Einarsson (ekkill eftir Sigríði dóttur landfógeta)
8. Þórunn Thorsteinson Siemsen (dóttir landfógeta, eiginkona Frans Siemsen)
9. Frans Siemsen sýslumaður í Hafnarfirði
10. Sigríður Siemsen (dóttir sýslumanns, síðar seinni kona Páls Einarssonar)
11. Helga Einarsdóttir Thorsteinson (eiginkona Árna tónskálds, systir Páls Einarssonar)
12. Árni Thorsteinson tónskáld og ljósmyndari (sonur landfógeta)
Börnin á myndinni, talið frá vinstri:
13. Kristín Pálsdóttir (f. 1898, dóttir Páls Einarssonar og Sigríðar Thorsteinson, fyrri konu Páls)
14. Soffía Thorsteinson Richards (f. 1901, dóttir Árna tónskálds og Helgu)
15. Jóhanna Thorsteinson (f. 1903, dóttir Árna tónskálds og Helgu)
16. Árni Pálsson brúarverkfræðingur (f. 1897, sonur Páls Einarssonar og Sigríðar Thorsteinson, fyrri konu Páls)