Árni Thorsteinson landfógeti (1828-1907) bjó í Landfógetahúsinu, sem svo var nefnt, frá miðri nítjándu öld. Garðurinn á bak við húsið var einn af fyrstu skrúðgörðum í Reykjavík og margar myndir eru til af Árna í garðinum.
Hannes Thorsteinson (1863-1931), sonur Árna og eigandi myndaalbúmsins sem þessar geymir þessar myndir, bjó síðan í húsinu til æviloka. Hannes var mikill ræktunarmaður eins og faðir hans og hélt bæði húsi og garði alla tíð vel við.
Fljótlega eftir að Hannes féll frá hóf Hressingarskálinn starfsemi í húsinu.