[Gísli Már Gíslason á FaceBook:] Húsið lengst til vinstri er horfið. Það var gamla Vatneyrarbúðin. Nýja Vatneyrarbúðin var reist 1916 sunnan við (vinstra megin) við húsið og gamla Vatneyrarbúðin var tekin niður fyrir 1928.
Húsið í miðjunni er gamla símstöðin, sem verið er að gera upp núna. Það var reist 1893 þremur húsendum utar á Eyrinni og var flutt á núverandi stað, líklega 1897. Áður en endurbygging hússins hófst var húsið notað undir bifreiðarverkstæði.
Ólafshúsið (Faktorshúsið) (lengst til hægri) var byggt 1896 var gert upp nærri upphaflegri mynd 2016.