Myndin er tekin í garðinum við Landfógetahúsið (nú Austurstræti 20).
Árni Thorsteinson landfógeti var sonur Bjarna Thorsteinson stiftamtmanns (1781-1876) og Þórunnar Hannesdóttur Finsen (1794-1886). Bræður Árna voru Finnur Thorsteinson (1822-1853) og Steingrímur Thorsteinson skáld (1831-1913). Bjarni stiftamtmaður var sá sem tók upp nafnið Thorsteinson og Hannes Finnsson biskup, faðir Þórunnar, tók upp nafnið Finsen.
Sigríður Thorsteinson var fyrri kona Páls Einarsson (1868-1954) frá Hraunum í Fljótum; sýslumanns, borgarstjóra og hæstaréttardómara. Þau eignuðust tvö börn; Árna brúarverkfræðing (1897-1970) og Kristínu (1898-1940).
Árni Siemsen var sonur Þórunnar Thorsteinson og Franz Eduard Siemsen (1855-1925), sjá hér fyrir neðan.
Þórunn Thorsteinson var gift Franz Eduard Siemsen sýslumanni í Hafnarfirði. Þau eignuðust fjögur börn; Árna (1888-1964), Sigríði (1889-1970), Soffíu (1891-1968) og Theodór (1893-1966).
Helga Thorsteinson var systir Páls Einarssonar, eiginmanns Sigríðar Thorsteinson, og gift Árna Thorsteinson (1870-1962) tónskáldi. Þarna voru því systkyni gift systkinum.
[Nafngreining: Harpa minninganna, minningar Árni Thorsteinson tónskálds.]