Myndin fannst ekki!
Mynd 5      

Grjótagata 4. Húsið var reist 1896 af Einari Pálssyni snikkara, sem meðal annars byggði Iðnó. Árin 1900 til 1920 var Stefán Eiríksson „hinn oddhagi“ með teikniskóla og verkstæði í kjallaranum. Meðal þeirra sem lærðu hjá honum má nefna Guðjón Samúelsson, Ríkharð Jónsson, Gunnlaug Blöndal og Guðmund Einarsson frá Miðdal. Á síðari hluta kreppuáranna áttu Gunnlaugur Scheving listmálari og kona hans heima í kjallara hússins.