Mjóstræti 6. Þetta stóra steinhús var reist 1918. Það er næst stærsta steinhlaðna hús í Reykjavík (Laugavegur 49 er stærri). Hér var prentsmiðjan Acta og var húsið oft kennt við hana. Einnig var hér rekin Prentsmiðja Ágústs Guðmundssonar, PÁS, og loks var hér til húsa um skeið kringum 1930 veitingahúsið Fjallkonan.