Brattagata 6. Hér bjuggu hjónin Valgarður og Anna Breiðfjörð frá árinu 1876. Árið 1907 lét ekkjan Anna rífa það hús sem hér stóð og reisa þetta í staðinn. Fyrsti "togari" sem Íslendingar eignuðust var svonefndur seglatogari sem Valgarður gerði út. Sá togari hét Anna Breiðfjörð í höfuðið á konu hans.