Bókin fjallar um helstu atriði ítalskrar málfræði, oft með samanburði við íslenska málfræði og stundum enska líka.
Hún er gefin út rafrænt sem pdf-skjal tilbúið til prentunar, ókeypis hér á vefnum og líka á vef Landsbókasafnsins.
Prentuð eintök er hægt að panta hjá Háskólaprent. Einnig á bókin að fást hjá Bóksölu stúdenta.
Reglulegar sagnir - fjórir flokkar í fjórum tíðum
Sagnirnar avere og essere - í fjórum tíðum
Nokkrar algengar óreglulegar sagnir í nútíð
Algengar sagnir með óreglulegan lýsingarhátt þátíðar
Það er stundum erfitt að átta sig á því hverju hinar fjölbreyttu beygingar ítalskra sagna ættu að samsvara á íslensku og hvað öll þessi ítölsku nöfn á tíðum og háttum mundu heita á íslensku.
Hér er því eitt A4 pdf-skjal þar sem beygingum að vera og essere er stillt upp hlið við hlið til að skýra málið.
Á vefnum Verbix er boðið upp á sagnbeygingar á mörgum tungumálum, þar á meðal íslensku. Óreglulegar beygingarmyndir eru auðkenndar með því að birta þær í öðrum lit.
Wordreference er orðabók á netinu sem býður bæði upp ítalskar/enskar og enskar/ítalskar þýðingar með dæmum til skýringa.