Uppsetning vefþjóns

Margir ókeypis vefþjónar eru á boðstólum og lýsingin hér fyrir neðan miðast við einn þeirra, Pi3Web. Sá vefþjónn virðist þó ekki ganga vel með Windows2000 stýrikerfinu og annar góður vefþjónn í hans stað er OmniHTTPd. Hann er ókeypis, en rennur út árlega þannig að að sækja þarf nýtt eintak. Það sem sagt er um stillingar á vefslóðum og númer á gátt á jafnt við um alla vefþjóna.

Best er að setja Perl túlkinn fyrst upp á tölvunni, þannig að vefþjónninn geti fundið hann. Síðan ræsum við Server Admin fyrir Pi3Web (t.d. frá Start/Programs) og stillum vefþjóninn.