Best er að setja Perl túlkinn fyrst upp á tölvunni, þannig að vefþjónninn geti fundið hann. Síðan ræsum við Server Admin fyrir Pi3Web (t.d. frá Start/Programs) og stillum vefþjóninn.
- Á flipanum General veljum við fyrir vefþjóninn. Sjálfgefið gildi er 80 en ef við ætlum að keyra þennan þjón á heimatölvunni án þess að lenda í árekstrum við Internetið er best að velja annað númer. Hér má líka setja póstfang umsjónarmanns vefþjónsins.
Sömu upplýsingar eiga að koma fram í JavaScript-forriti sem vefsíðurnar í þessum vef nota. Það heitir vefforritun.js og er geymt í möppunni sameign. Fyrsta línan inniheldur upplýsingar um slóðina á rót vefþjónsins, til dæmis:
var url = 'http://localhost:8008/';
- Á flipanum Mappings setjum við sem vefþjónninn á að keyra. Venja er að láta þessa slóð heita cgi-bin. Oft er skynsamlegt að hafa nokkrar forritamöppur undir cgi-bin fyrir mismunandi þjónustur (innranet, kannanir, próf, o.sv.frv.). Þá er sérstök slóð skilgreind fyrir hverja undirmöppu.
Perl forritin sem fylgja þessum vefsíðum eiga að fara í og hún á að heita vefforritun. Að öðrum kosti virka CGI sýnidæmin ekki rétt.
- Á sama flipa, Mappings, getum við sett . Sjálfgefin rót Pi3Web er mappan Webroot, en bæði er hægt að breyta því og eins getum við varpað vefslóðum á aðra staði en undir vefrótinni. Annars þarf ekki að setja sérstaka slóð fyrir undirmöppur með vefskjölum hjá vefþjóninum því skipulagið undir vefrótinni endurspeglast í vefslóðunum. (Sjálfgefin rót OmniHTTPd er HtDocs.)
Athugasemd: Þessi vefur var skrifaður í möppunni vefforritun undir vefrótinni. Væntanlega skiptir sú staðsetning ekki máli fyrir virkni hans, en bæði er gott að hafa svona umfangsmikinn vef á einum sérstökum stað og eins er gott að sú mappa heiti sama nafni og samsvarandi forritamappa undir cgi-bin.