Uppsetning Perl

Perl er ókeypis forritunarmál og nýjustu útgáfu þess er jafnan hægt að sækja á vefnum. Höfuðstöðvar Perl samfélagsins eru vefsíðurnar www.perl.com og þar er krækja á ActivePerl frá ActiveState, sem er það sem við erum að leita að. Annar vefur sem leggur áherslu á fréttir úr Perl-samfélaginu er www.perl.org.

Fyrir þá kerfisstjóra sem hyggjast bjóða notendum uppá afnot af Perl getur verið heppilegast að setja Perl upp á netþjóni í stað að setja það upp á hverri tölvu. Perl túlknum fylgir líka mjög viðamikil hjálp sem hentugt er að hafa á vefþjóni.