Ábendingar um lesefni

Allar bækurnar á listanum hér fyrir neðan eru frá O'Reilly. Ein ástæða er sú að þeir gefa yfirleitt út góðar bækur um forritun og ég vel því oft bækur frá þeim þegar ég er að kynna mér nýjungar. Önnur ástæða er sú að þeir kosta Perl vefinn og halda þessu ágæta máli ókeypis fyrir okkur öll. Perl er viðamesti þátturinn í þeirri vefforritun sem hér er kynnt og O'Reilly gefur út allar bestu Perl bækurnar .
Programming in Perl, 3rd Edition. Larry Wall, Tom Christiansen & Jon Orwant. O'Reilly 2000.
Larry Wall er höfundur Perl og Tom Christiansen stendur fyrir vefnum www.perl.com. Þessi þriðja útgáfa af Kamel-bókinni er tvisvar sinnum þykkari en fyrri bækurnar.

Learning Perl, 3rd Edition. Randal L. Schwartz & Tom Phoenix. O'Reilly 2001.
Ný og mikið breytt útgáfa af vinsælli bók fyrir byrjendur. Ég þekki bara fyrri útgáfu af eigin raun. (Gengur undir nafninu Llama-bókin. Llamadýr og kameldýr eru bæði drómedar.)

Dynamic HTML: The Definite Reference.. Danny Goodman. O'Reilly 1998.
Afar ítarleg útekt á DHTML. M.a. hentug fyrir þá sem vilja skrifa vefsíður sem ganga bæði fyrir Netscape og Microsoft vefsjár. Góður kafli um JavaScript.

JavaScript: The Definitive Guide, 3rd Edition. David Flanagan. O'Reilly 1998.
Þessi bók var upphaflega miðuð við Netscape og þess gætir enn.

CGI Programming with Perl, 2nd Edition. Scott Guelich, Shishir Gundavaram & Gunther Birznieks. O'Reilly 2000.
Ég þekki þessa bók ekki af eigin raun en hún virðist vera gott framhald af þessumvefsíðum. Í innihaldslýsingu segir m.a.:

Topics include incorporating JavaScript for form validation, controlling browser caching, making CGI scripts secure in Perl, working with databases, creating simple search engines, maintaining state between multiple sessions, generating graphics dynamically, and improving performance of CGI scripts.