Myndin fannst ekki!
Mynd 18A. Á bakhlið hennar er skrifað:  
Um borð í „Vestu” 31/7 1898
Athugasemdir:
Sitjandi fyrir miðri mynd mun vera Soffía Kristjana Thorsteinson (1839-1914) landfógetafrú og fyrir aftan vinstri öxl hennar maður hennar Árni Thorsteinson landfógeti (1828-1907). Fyrir aftan hana gæti staðið Þórunn Thorsteinson (1866-1943) dóttir hennar.

Landssjóður leigði skipið Vesta til strandsiglinga árið 1895 og það sinnti þeim til ársins 1913, er það strandaði við Hnífsdal.